Um Svansverk
Svansverk slf
Svansverk slf. er trésmíðaþjónusta sem leggur áherslu á sérsmíði og uppsetningar á innréttingum fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Hjá fyrirtækinu starfa faglærðir starfsmenn sem hafa umfangsmikla reynslu og áhersla er lögð á góð samskipti og vönduð vinnubrögð.
Svanur Sigurjónsson veitir Svansverk slf. forstöðu. Svanur er lærður húsgagnasmiður og hefur áratuga reynslu af vinnu við smíði eins og sérsmíði á og uppsetningum innréttinga. Svanur hóf að árið 2009 að vinna sem verktaki á eigin kennitölu og árið 2013 var ákveðið að stofna félag í kringum reksturinn. Fyrirtækinu var gefið nafnið Svansverk. Sama kennitalan hefur verið á fyrirtækinu frá stofnun þess. Árið 2019 keypti fyrirtækið vélar til að geta farið að framleiða eigin innréttingar og hefur síðan þá lagt mikla áherslu á sérsmíði af ýmsum toga.
Við tökum að okkur fjölbreytt verkefni, stór og smá og starfsfólk Svansverks leitast við að framkvæma hvert verk á sem hagkvæmastan hátt í þágu viðskiptavinarins. Svansverk er einnig með víðtækt tengslanet iðnaðarmanna sem þarf til að klára framkvæmdina, eins og pípara, flísara, rafvirkja, dúkara eða málara.
Ef þú vilt skoða nánar þá þjónustu sem við höfum upp á að bjóða vertu þá í sambandi við okkur á skrifstofutíma í síma 571 5088 eða sendu okkur póst hvenær sem er á svansverk@svansverk.is.
Stefnan okkar
• Góð þjónusta - Helsta stefna fyrirtækisins hefur alltaf verið og mun alltaf vera að veita fyrirmyndar þjónustu. Við viljum veita alhliða þjónustu og fylgja okkar viðskiptavinum eftir. Með þeirri góðu reynslu sem starfsmennirnir okkar búa yfir getum við veitt ráðleggingar áður en farið er af stað í framkvæmdirnar og fylgt svo verkefninu eftir til loka. Við smíðum innréttingar, setjum upp innréttingar, getum reddað öðrum iðnaðarmönnum, auk þess að geta tekið að okkur ýmis önnur verk tengd framkvæmdum. Með þessu getur Svansverk þjónustað viðskiptavini með heildar pakkann þegar kemur að framkvæmdum og viðhaldi.
• Vönduð vinna - Til að viðskiptavinurinn sé ánægður með þjónustuna er mikilvægt að vanda til verka. Svansverk leggur mikið upp úr vönduðum vinnubrögðum. Það er skýr stefna hjá okkur að skilja ekki við verk nema allir séu sáttir.
• Áreiðanleiki - Það er mikilvægt að viðskiptavinir geti treyst tímasetningu og verði sem gefið er í verk, þess vegna leggjum við mjög mikið upp úr áreiðanleika.
