Við leggjum áherslu á vanda til verka, veita sanngjörn verð og klára verkin á réttum tíma.
Ef þig vantar innblástur og vilt skoða úrval þeirra hráefna sem standa til boða þá ertu velkomin/n í sýningarsal okkar að Bæjarflöt 5-7.
Vörur
Innréttingar
Láttu draumaeldhúsið þitt verða að veruleika.
Við hönnum og sérsmíðum eldhúsinnréttingu fyrir þig.
Við sinnum uppsetningum eða framkvæmum breytingar á stöðluðum innréttingum frá öðrum fyrirtækjum.
Frontar
Gefðu skápunum og skúffunum andlitslyftingu með nýjum frontum.
Við aðstoðum við val á frontum í sýningarsal okkar að Bæjarflöt 5-7.
Við hönnum og sérsmíðum fronta úr fjölbreyttum efnum fyrir þig.
Við sjáum um uppsetningu og framkvæmum einnig breytingar á frontum frá öðrum fyrirtækjum.
Borðplötur
Steinn, límtré eða plast? Ef þú vilt skipta út eða bæta við borðplötum í baðherbergið eða eldhúsið, þá getum við aðstoðað þig.
Það er mikið úrval af borðplötum til að skoða í sýningarsal okkar að Bæjarflöt 5-7.
Svansverk getur einnig hannað og sérsmíðað borðplötur fyrir þig eftir pöntun.
Svansverk framkvæmir einnig breytingar á borðplötum frá öðrum fyrirtækjum og aðstoðar við uppsetningu.
Rimlaveggir
Rimlaveggir eru smekkleg lausn til að halda birtu inn í rýminu eða til þess að skipta herbergi snyrtilega upp. Svansverk hefur mikla reynslu af rimlaveggjum fyrir heimili og fyrirtæki.
Svansverk hannar og sérsmíðar rimlavegg eftir þinni hugmynd.
Svansverk sinnir uppsetningum eða framkvæmir breytingar á stöðluðum rimlaveggjum frá öðrum fyrirtækjum.
Rennihurðir
Það er ekki aðeins skemmtilegra og snyrtilegra að renna smekklegum skápahurðunum, það tekur einnig minna pláss í herberginu.
Svansverk hefur mikla reynslu af uppsetningu og sérsmíði á rennihurðum.
Svansverk tekur líka að sér að framkvæma breytingar á stöðluðum rennihurðum frá öðrum fyrirtækjum og klárar uppsetningu frá A til Ö.
Sérsmíðuð húsgögn
Hillur, eldhús- eða borðstofuborð, stólar, skenkar, skápar eða kommóður? Það skiptir ekki máli hvernig húsgögn þú hefur í huga, við getum smíðað þau.
Svansverk hefur mikla reynslu á sérhönnun og smíði á húsgögn eftir þörfum og hugmyndum viðskiptavina.
Hafðu samband og við hjálpum þér að teikna upp og hanna draumahúsgögnin þín til að fullkomna heimilið.